Um okkur

Margrét

Margrét er persónan á bak við ferðaþjónustuna í Mjóafirði. Hún hefur starfað þar meira og minna frá því hún var 14 ára. Móðir hennar, Jóhanna, stofnaði fyrirtækið árið 1985 og Margrét tók við rekstrinum árið 2020.

Margrét er leik-og grunnskólakennara menntuð auk þess sem hún er ferðamálafræðingur.

Hún veit ekkert betra en að dvelja í Mjóafirði með fjölskyldunni sinni ásamt hundinum Tobba og kettinum Gretti, umvafin háum fjallgörðum og endalausri náttúrufegurð.

Margrét leggur sig alla fram við að upplifun gestanna verði eins góð og mögulegt er, þegar þeir heimsækja fjörðinn fagra. „Ef gestirnir mínir upplifa kyrrð, afslöppun og endurnæringu líkama og sálar eftir dvöl sína þá er takmarki mínu náð,” segir Margrét.

Einkunnarorð ferðaþjónustunnar í Mjóafirði eru: Friðsæld og fegurð.