Meira um Mjóafjörð
Meira um Mjóafjörð
Mjóifjörður er 18 km langur. Þegar keyrt er niður í botn fjarðarins er haldið áfram með norðurströndinni þar til komið er að Brekkuþorpi.
Ef ekið er um 16 km lengra út með firðinum er komið að Dalatanga. Vegurinn til Mjóafjarðar er á sama tíma heillandi og áskorandi en hann er bara fær í um fimm til sex mánuði yfir árið eða frá maí – október (fer eftir veðri). Í annan tíma er farið til Mjóafjarðar með áætlunarbát sem gengur milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar.
Í dag búa engin börn á skólaaldri í Mjóafirði og því enginn slíkur starfræktur í firðinum.
Árið 2023 búa allt árið um kring um 10 manns í Brekkuþorpi og 3 á Dalatanga. Íbúar í Brekkuþorpi lifa af fiskveiðum, sauðfjárrækt og ferðaþjónustu. Á Dalatanga hafa íbúarnir atvinnu af veðurathugunum og vitavörslu, sauðfjárrækt og ræktun og tamningu fjárhunda.

Klifbrekkufossar
eru stórkostlegir fossar í botni Mjóafjarðar. Þegar ekið er síðustu bröttu brekkuna niður af heiðinni blasa fossarnir við á hægri hönd.

Prestagil
dregur nafn sitt af staðbundinni þjóðsögu sem segir frá tröllkonu sem tældi presta inn í gilið og át þá. Prestagil er staðsett rétt neðan við Klifbrekkufossa.

Landgöngupramminn
var framleiddur í Bandaríkjunum en um er að ræða skipsflak í flæðarmálinu í botni Mjóafjarðar. Pramminn var dreginn á land árið 1966 og hefur legið þar síðan.

Brekkuþorp
þar sem huggulegt er að rölta um og upplifa fortíð og nútíð á sama staðnum.

Heljarfoss
er fallegur foss í nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Brekkuþorpi, í átt að Dalatanga.

Smjörvogur
er hömrum luktur vogur, um hálfa leið að Dalatanga. Í voginn er nær ómögulegt að komast nema sjóleiðina og segir sagan að hann hafi verið notaður sem fangelsi þar sem ómögulegt var að komast undan án hjálpar.

Dalatangi
er í um 16 km fjarlægð frá Brekkuþorpi. Þar má finna tvo vita. Sá eldri var byggður 1895 en sá nýrri er frá 1908. Á Dalatanga býr fólk allt árið. Frá Dalatanga er ótrúlegt útsýni til allra átta sem er sannarlega ferðarinnar virði.

Mjóafjarðarkirkja
Mjóafjarðarkirkja sem stendur í Brekkuþorpi er lítil og falleg sveitakirkja.
Hún var byggð 1892. Við mælum með að koma við og skoða kirkjuna.