Afþreying

Margar skemmti­legar göngu­leiðir liggja um svæðið og sumar eru stik­aðar. Hægt er að kaupa göngukort í kaffisölunni í Sólbrekku.

Einnig er boðið er upp á reiðhjólaleigu í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Dæmi um áskorandi og skemmtilega hjólaleið er leiðin út að Dalatanga.

Kirkjan í Brekkuþorpi er falleg og gaman að skoða hana.

Ungir sem aldnir hafa gaman af að ganga um í fjörunni og týna steina og skeljar. Í Mjóafirði er hægt að finna sandfjörur og smágrýttari fjörur þar sem hentugt er að skella sér í sjósund eða busla á heitum sumardegi.

Í firðinum eru einnig margir fallegir fossar og gott berjaland svo ekki sé minnst á fornar minjar frá fyrri tíð sem leynast víða þegar ekið er eftir ströndinni.