Ferðamáti
Ferðast landleiðina
Vegurinn til Mjóafjarðar er malarvegur og sumstaðar nokkuð brattur. Vegurinn er fær öllum gerðum bíla en sé ferðast á mjög litlum og lágum bílum er gott að fara með gát. Fyrir óreynda ökumenn getur leiðin verið áskorandi, sérstaklega ef ekið er í myrkri eða þoku.
Vegurinn liggur yfir Mjóafjarðarheiði, niður í fjörðinn og meðfram norðurströndinni. Á leiðinni má sjá nokkrar af helstu perlum Mjóafjarðar og minjar fyrri tíma.
Vegurinn til Mjóafjarðar er ófær vegna snjóþyngsla frá u.þ.b. október/nóvember til apríl/maí.