Ferðamáti

Ferðast landleiðina

Vegurinn til Mjóafjarðar er malarvegur og sumstaðar nokkuð brattur. Vegurinn er fær öllum gerðum bíla en sé ferðast á mjög litlum og lágum bílum er gott að fara með gát. Fyrir óreynda ökumenn getur leiðin verið áskorandi, sérstaklega ef ekið er í myrkri eða þoku.

Vegurinn liggur yfir Mjóafjarðarheiði, niður í fjörðinn og meðfram norðurströndinni. Á leiðinni má sjá nokkrar af helstu perlum Mjóafjarðar og minjar fyrri tíma.

Vegurinn til Mjóafjarðar er ófær vegna snjóþyngsla frá u.þ.b. október/nóvember til apríl/maí.

Ferðast sjóleiðina

Ferjan Björgvin siglir á mánudögum og fimmtudögum, nema áætlaður dagur hitti á rauðan dag(frídag) á dagatalinu, þá færist ferðin á næsta dag á undan eða eftir. Sama tímaáætlun gildir bæði fyrir mánudaga og fimmtudaga: Mjóifjörður – Neskaupstaður / Neskaupstaður – Mjóifjörður Farið frá Brekkuþorpi kl. 10:00 og til baka sama dag frá Neskaupstað kl. 12:30. Ferjan gengur frá 1. október til 31. maí. Siglingin tekur um eina klukkustund. Heimahöfn Björgvins er í Mjóafirði. Ferjan tekur ekki bíla, aðeins farþega, farangur og ýmsan varning. Fyrir frekari upplýsingar um ferðamáta til og frá Mjóafirði hafið samband í síma 8997109 eða info@mjoifjordur.is