Sólbrekka og bústaðir í Mjóafirði eru staðsett við veg nr. 953. Nærliggjandi þéttbýli eru Egilsstaðir í 42 km fjarlægð og Reyðarfjörður í 55 km fjarlægð.
Þegar ekið er frá Egilsstöðum er farið eftir vegi nr. 1 í átt til Reyðarfjarðar. Eftir um 10 km akstur er beygt til vinstri inn á veg nr. 953. Ekið er um 32 km á vegi 953, eða í um eina klukkustund og þá sést Sólbrekka á vinstri hönd.
Þegar ekið er frá Reyðarfirði er farið eftir vegi nr. 1 í átt að Egilsstöðum. Eftir um 25 km er beygt til hægri inn á veg nr. 953. Ekið er um 32 km á vegi 953, eða í um eina klukkustund og þá sést Sólbrekka á vinstri hönd.