Í Sólbrekku kaffisölu er hægt að setjast niður, kaupa sér veitingar og njóta fallegrar náttúru og kyrrðar Mjóafjarðar.
Kaffisalan í Sólbrekku býður upp á kaffi, heitt súkkulaði, nýbakaðar vöfflur með rabarbarasultu og þeyttum rjóma, samlokur, smákökur og kleinur. Einnig er hægt að kaupa gos, sælgæti, bjór og ýmsa aðra áfenga drykki.
Starfsfólk kaffisölunnar veitir einnig aðstoð varðandi gistingu, grunnupplýsingar um svæðið og hvað áhugavert er að sjá og gera.
Copyright © 2023 Mjóifjörður. All rights reserved.