Gistiheimilið Sólbrekka

Í Sólbrekku eru 5 herbergi (4x þriggja manna herbergi og 1x fjölskylduherbergi fyrir 6 manns), sameiginlegt eldhús og setustofa og þrjú baðherbergi með sturtu. Í boði er svefnpokagisting eða uppbúin rúm.

Frí nettenging er í boði fyrir gesti og notkun á þvottavél og þurrkara er innifalin í gistingu. Framan við gistiheimilið er gasgrill, útibekkir, borð og stólar og leikvöllur í nágrenninu.