Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er staðsett á grasflöt fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið Sólbrekku.

Aðgangur að sturtum og salernum er í Sólbrekku allan sólarhringinn. Frí nettenging í boði og aðgangur að heitu og köldu vatni. Eldunaraðstaða er ekki í boði fyrir gesti tjaldsvæðisins.

Notkun á þvottavél og þurrkara og aðgangur að rafmagni fyrir húsbíla er mögulegt gegn gjaldi.