Bústaðir

Tvö sumarhús eru staðsett á Brekkubrún, rétt fyrir neðan húsið Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir fjóra, svefnherbergi með hjónarúmi á neðri hæð auk svefnlofts með pláss fyrir tvo.

Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Uppábúið rúm er innifalið í bókun sem og handklæði. Frí nettenging.

Heitur pottur er á veröndinni framan við hvorn bústað fyrir sig, þaðan er fallegt útsýni yfir fjörðinn.