Velkomin til
Mjóafjarðar

Gisting, kaffihús og náttúrugöngur

Fáðu 10% afslátt með því að bóka beint af vefsíðu

Um Mjóafjörð

Bústaðir, gistiheimili, kaffisala og tjaldsvæði

GHL_3663
1704026856

Í Mjóafirði er friðsæld og fegurð. Það er góður staður til að njóta náttúrunnar við lækjarnið og sjávarilm í faðmi fjallanna.

Fallegt og notalegt

Skoðaðu gistiheimilið okkar

Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi(4x 3ja manna og 1x 6 manna/fjölskylduherbergi), sameiginlegt eldhús og setustofa og þrjár snyrtingar m/ sturtum.

4X

Triple rooms

1X

Family room

Shared

Facilities

Bústaðir

Gistiheimili

Tjaldsvæði

Afþreying

Afþreying

Margar skemmti­legar göngu­leiðir liggja um svæðið og sumar eru stik­aðar. Hægt er að kaupa göngukort í kaffisölunni í Sólbrekku.

Einnig er boðið er upp á reiðhjólaleigu í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Dæmi um áskorandi og skemmtilega hjólaleið er leiðin út að Dalatanga.

Kirkjan í Brekkuþorpi er falleg og gaman að skoða hana.

Ungir sem aldnir hafa gaman af að ganga um í fjörunni og týna steina og skeljar. Í Mjóafirði er hægt að finna sandfjörur og smágrýttari fjörur þar sem hentugt er að skella sér í sjósund eða busla á heitum sumardegi.

Í firðinum eru einnig margir fallegir fossar og gott berjaland svo ekki sé minnst á fornar minjar frá fyrri tíð sem leynast víða þegar ekið er eftir ströndinni.

Umsagnir

Um Mjóafjörð

Aksturinn eftir malarveginum til að komast þangað var hrífandi. Landslagið á leiðinni var einstaklega fallegt. Afskekkt þorp, fallegir fossar, töfrandi náttúra og þægilegar gönguleiðir. Fór í berjatínslu, labbaði að kirkjunni og niður að höfn allan tímann í fylgd með mjög vinalegum hundi! Sáum meira að segja norðurljósin fyrsta kvöldið okkar. Mjóifjörður var einn af uppáhaldsstöðum okkar á Íslandi.

Þjónustueinkunn fólks

4.7/5

Meðaleinkunn 4,7/5

Sólbrekka kaffisala

Í Sólbrekku kaffisölu er hægt að setjast niður, kaupa sér veitingar og njóta fallegrar náttúru og kyrrðar Mjóafjarðar.

Kaffisalan í Sólbrekku býður upp á kaffi, heitt súkkulaði, nýbakaðar vöfflur með rabarbarasultu og þeyttum rjóma, samlokur, smákökur og kleinur. Einnig er hægt að kaupa gos, sælgæti, bjór og ýmsa aðra áfenga drykki.

Starfsfólk kaffisölunnar veitir einnig aðstoð varðandi gistingu, grunnupplýsingar um svæðið og hvað áhugavert er að sjá og gera.

Myndir

Sjá myndir

Sjáðu hvað Mjóifjörður hefur upp á að bjóða, jafnt sumar sem vetur.

Njótið fjarðarins með okkur

Velkomin til Mjóafjarðar, á ósnortinn stað úr alfaraleið. Njóttu notalegrar gistingar í einstakri og fallegri náttúru og hlustaðu á kyrrðina. Þín upplifun skiptir máli.

Our Blog

Latest News and Articles

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod enim tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua

No Content Available