Í Mjóafirði er friðsæld og fegurð. Það er góður staður til að njóta náttúrunnar við lækjarnið og sjávarilm í faðmi fjallanna.
Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi(4x 3ja manna og 1x 6 manna/fjölskylduherbergi), sameiginlegt eldhús og setustofa og þrjár snyrtingar m/ sturtum.
Margar skemmtilegar gönguleiðir liggja um svæðið og sumar eru stikaðar. Hægt er að kaupa göngukort í kaffisölunni í Sólbrekku.
Einnig er boðið er upp á reiðhjólaleigu í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Dæmi um áskorandi og skemmtilega hjólaleið er leiðin út að Dalatanga.
Kirkjan í Brekkuþorpi er falleg og gaman að skoða hana.
Ungir sem aldnir hafa gaman af að ganga um í fjörunni og týna steina og skeljar. Í Mjóafirði er hægt að finna sandfjörur og smágrýttari fjörur þar sem hentugt er að skella sér í sjósund eða busla á heitum sumardegi.
Í firðinum eru einnig margir fallegir fossar og gott berjaland svo ekki sé minnst á fornar minjar frá fyrri tíð sem leynast víða þegar ekið er eftir ströndinni.
Aksturinn eftir malarveginum til að komast þangað var hrífandi. Landslagið á leiðinni var einstaklega fallegt. Afskekkt þorp, fallegir fossar, töfrandi náttúra og þægilegar gönguleiðir. Fór í berjatínslu, labbaði að kirkjunni og niður að höfn allan tímann í fylgd með mjög vinalegum hundi! Sáum meira að segja norðurljósin fyrsta kvöldið okkar. Mjóifjörður var einn af uppáhaldsstöðum okkar á Íslandi.
Meðaleinkunn 4,7/5
Amazing location and views, private hot tub, spotlessly clean, warm and cosy. Had everything we needed even though the space was small. Easy communication with Margret. Lovely walks from the door - went berry picking, and walked down to the church...
The best accommodation we have stayed in Iceland!
Absolutely secluded beautiful place. Cozy house with everything you need near the fjord. In addition, there is a jacuzzi and a grill.
The drive there was epic (when you have a 4x4), the arrival was magic (from the terras we saw a whale hunting fish), the view from the hottub was breathtaking (and you can hear the silence).
The guesthouse is in one of the most beautiful fjord of Iceland with wonderful landscapes and a magical atmosphere. We also had the chance to see a whale and the Northern lights. It seemed to live in a fary tale.
The guesthouse is pretty basic...
Really nice place for spend the night in one of the most beautiful fjörd on the east cost.
The place was cleaned and equipment with everything what you need for your stay.
Í Sólbrekku kaffisölu er hægt að setjast niður, kaupa sér veitingar og njóta fallegrar náttúru og kyrrðar Mjóafjarðar.
Kaffisalan í Sólbrekku býður upp á kaffi, heitt súkkulaði, nýbakaðar vöfflur með rabarbarasultu og þeyttum rjóma, samlokur, smákökur og kleinur. Einnig er hægt að kaupa gos, sælgæti, bjór og ýmsa aðra áfenga drykki.
Starfsfólk kaffisölunnar veitir einnig aðstoð varðandi gistingu, grunnupplýsingar um svæðið og hvað áhugavert er að sjá og gera.
Velkomin til Mjóafjarðar, á ósnortinn stað úr alfaraleið. Njóttu notalegrar gistingar í einstakri og fallegri náttúru og hlustaðu á kyrrðina. Þín upplifun skiptir máli.
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod enim tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua